25/05/2012

Ný vefsíða Keilis í loftið

Ný vefsíða Keilis í loftið

Velkomin á nýja og glæsilega vefsíðu Golfklúbbsins Keilis!

Nú geta félagsmenn sem og aðrir gestir vefsins nálgast á aðgengilegan hátt allar helstu upplýsingar um golfklúbbinn. Á meðal nýjunga má nefna beina tengingu við Veðurstofu Íslands ásamt tengingu við mótaskrá Golfsambandsins. Á forsíðu vefsins má jafnframt sjá opnunartíma Hraunkots og auglýsingar fyrir þá atburði sem eru á döfinni.

Jafnframt má nálgast ítarlegar upplýsingar um innra starf golfklúbbsins, þá þjónustu sem golfklúbburinn veitir, upplýsingar fyrir nýliða og ítarlegar upplýsingar um starfsemi Hraunkots.

Ötullega hefur verið unnið að verkefninu undanfarna mánuði en að því verkefni komu stjórn og framkvæmdastjóri Keilis ásamt Kasmír vefstofu sem sáu um hönnun, forritun og uppsetningu.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum