03/12/2025

Aðalfundur Keilis 2025

Aðalfundur Keilis 2025

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis 2025 verður haldinn þriðjudaginn 9. desember n.k. í Golfskála Keilis.

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 19:30.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

  2. Skýrsla stjórnar

  3. Reikningar lagðir fram til samþykkis

  4. Stjórnarkosning

  5. Kosning fulltrúa og varafulltrúa, sem Keilir er aðili að

  6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga eða endurskoðunarfyrirtækis

  7. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2026

  8. Önnur mál

Samkvæmt 8. grein laga Keilis þá skal stjórn kjörin á Aðalfundi.

Stjórn Keilis skipa sjö félagsmenn. Stjórnin skal kosin á aðalfundi. Formann stjórnar skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára, þrír hvert ár. Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu Keilis eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Núverandi stjórn Keilis skipar:

Guðmundur Örn Óskarsson (formaður)
Guðríður Hjördís Baldursdóttir (varaformaður)
Bjarni Þór Gunnlaugsson (gjaldkeri)
​​​​​​​Már Sveinbjörnsson (ritari)
Sveinn Sigurbergsson
Ingi Tómasson
Tinna Jóhannsdóttir

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/11/2025
    Skötuveisla Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Jólahlaðborð Keilis 2025
  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti