30/12/2017

Áramótagleði Hraunkots

Áramótagleði Hraunkots

Áramótagleði Hraunkots verður haldið á gamlársdag frá kl 10:00-14:00 og samkvæmt aldagömlum hefðum verður púttað og haft gaman. Allir eru hvattir til að mæta og verður boðið uppá snakk frá stjörnusnakki. Einnig munum við vera með næstur holu keppni í golfhermunum okkar. Hver þáttakandi fær tvær tilraunir og verða flugeldar í verðlaun fyrir þann sem nær næst holu. Veitt verða glæsileg flugeldaverðlaun fyrir efstu 3. sætin í púttkeppninni og verður án efa hart barist þar. Undanfarin ár hafa flestir verið að koma á milli 12:00-13:00 og er mesta trafíkin á þeim tíma, að koma fyrr gæti hugsanlega verið betra fyrir suma. Við hlökkum til að sjá ykkur á gamlársdag eina sem þarf er að taka pútterinn með og góða skapið:) Starfsfólk Hraunkots golfæfingasvæði þakkar öllum kylfingum fyrir samstarfið á liðnu ári og megi 2018 vera geggjað.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði