16/06/2014

Axel Bóasson á The Amateur Championship

Axel Bóasson á The Amateur Championship

Axel Bóasson hóf leik í morgun á The Amateur Championship á Norður Írlandi ásamt Guðmundi Ágúst, Haraldi Franklín og Andra Björnssyni úr GR. Hann er núna +4 eftir 12 holur.

Mótið er spilað á tveimur völlum, Royal Portrush og Portstewart, en Axel er að leika Portstewart í dag. 288 leikmenn hófu leik og spila 18 holu höggleik á hvorum velli. Þá er niðurskurður, en 64 bestu spilararnir komast áfram í holukeppnina. Hver leikur í holukeppninni er 18 holur nema úrslitaleikurinn sem er 36 holur.

Sigurvegarinn fær þátttökurétt á Opna Breska sem er haldið á Royal Liverpool og Opna Bandaríska 2015. Venjan er einnig sú að sigurvegarinn fær boð á Masterinn árinu seinna og því skal engann undra að allir bestu áhugamenn heimsins eru skráðir til leiks.

Hægt er að fylgjast með kappanum hér.

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum