21/06/2020

Axel fagnaði sigri á Akureyri

Axel fagnaði sigri á Akureyri

Axel Bóasson sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni sem lauk í dag á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Úrslitaleikur karla var á milli Axels og Hákons Arnar Magnússonar frá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þeir skiptust á að hafa forystu og var mikil spenna allt fram á síðustu holu er Axel sigraði 1-0. Axel var að sigra holukeppnina í annað sinn á ferlinum.

Í úrslitaleik kvenna sigraði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hana Evu Karenu Björnsdóttur 4/3. Báðar eru kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Best Keiliskvenna varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Hún endaði í 4. sæti eftir tap á móti Ragnhildi Kristinsdóttur GR í leik um þriðja sætið.

Keilir óskar nýjum Íslandsmeisturum í holukeppni til hamingju með árangurinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis