12/08/2012

Axel frábær á EM einstaklinga

Axel frábær á EM einstaklinga

Axel Bóasson Keilismaður náði frábærum árangri i dag þegar hann hafnadi i 8. sæti a EM einstaklinga. Axel lék á 70 höggum og var í heildina á 5 höggum undir pari. Aðstædur voru býsna erfiðar i dag, um 7 m a sekundu vindur og reyndist það flestum keppendum erfitt, en meðalskorið var mun hærra í dag, sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Rhys Pugh sigradi á 11 undir, en hann vann upp 8 högga mun með þvi ad leika á 66 höggum í dag.

Axel jafnar med þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Már Sigurðsson hafnaði einnig í 8. sæti árid 2002.

„Þetta er mikið afrek hjá Axel að ná þessum árangri. Þetta var baráttuhringur og mun erfiðara að halda boltanum í leik og pútta í þessum vindi a jafn hröðum flötum og um var að ræða á Montgomerie vellinum. Eftir að vera kominn tvo yfir eftir tvær holur sýndi Axel mikinn karakter að klára tvo undir. Golfið var eðlilega ekki jafn áferðarfallegt og daginn áður, enda aðstæður mun erfiðari, en hann leysti sig alltaf vel úr vandræðum þegar hann þurfti, og siðan fara menn ótrúlega langt a þolinmæði og jákvæðni þegar aðstæður eru krefjandi. Þessi árangur ætti að vera Axel og öðrum Íslenskum afrekskylfingum mikil hvatning og sýna að við getum komið okkur í fremstu röð.“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum