21/06/2015

Axel Íslandsmeistari í holukeppni

Axel Íslandsmeistari í holukeppni

Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5.

Þetta er í fyrsta sinn sem Axel sigrar á Íslandsmótinu í holukeppni en hann hefur einu sinni sigrað á sjálfu Íslandsmótinu árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru.  

Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2.

„Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir að vera saman í bústað frá því á miðvikudaginn. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin tvö ár og frábært að fá stóran titil eftir allt saman. Ég hef verið sterkari holukeppnismaður – það hentar mér betur. Ég var að slá vel allt mótið og flatirnar voru erfiðar – þolinmæðin var því lykatriðið og ég lét fuglana koma frekar en að sækja þá. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Ég er spenntur fyrir því að fara að keppa aftur en fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí eftir þessa törn,“ sagði Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni 2015.

„Þetta mót er það besta hjá mér frá upphafi. Ég kom sjálfum mér á óvart og góð byrjun á mótinu færði mér aukinn kraft. Ég hef aldrei komist svona langt og sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni í undanúrslitunum var sá stærsti hjá mér til þessa,“ sagði Benedikt Sveinsson úr Keili eftir úrslitaleikinn gegn Axel.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla