18/06/2014

Axel missti niðurskurðinn

Axel missti niðurskurðinn

Axel Bóasson hefur lokið leik á The Amateur Championship og er á leiðinni heim. Leik var frestað í gær vegna þoku og hófu þeir aftur leik snemma í morgun.

Allir íslensku strákarnir hafa lokið leik í dag og svo virðist sem Haraldur Franklín sé sá eini sem mun komast áfram í holukeppnina en ekki hafa allir lokið leik. Hann var +3 eftir 36 holur eftir góðan hring í dag, 71, parinu. Það er allt útlit fyrir að niðurskurðurinn verði +3 eða +4 og er Andri Björnsson nálægt því að komast áfram en hann kláraði +5 eftir 36 holur. Guðmundur Ágúst og Axel áttu hinsvegar báðir slakt mót og voru hvergi nálægt niðurskurðinum.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla