24/05/2020

Axel sigurvegari á Akranesi

Axel sigurvegari á Akranesi

Axel Bóasson sigraði á B59 hótel mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi um helgina. Um er að ræða fyrsta mótið af fimm á golfmótaröð GSÍ.

Axel endaði á sex undir pari (73-66-71) og hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús eftir æsispennandi keppni.

Í kvennaflokki varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir best Keiliskvenna í þriðja sæti á einum yfir pari (71-71-74). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sigraði í kvennaflokki á þremur höggum undir pari eftir miklar sviptingar.

Keilir óskar Axel og Ólafíu til hamingju með sigurinn um helgina.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin