01/10/2012

Bændaglíman 2012

Bændaglíman 2012

Þá er komið að síðasta og ekki sísta golfmóti ársins. Enn næstkomandi laugardag fer fram Bændaglíma Keilis. Við byrjum fjörið klukkan 14:00 allir ræstir út á sama tíma. Eftir golfið verður svo boðið uppá grillveislu sem einungis Brynja getur framkallað. Verðinu er stillt í hóf aðeins 4500 kall á manninn. Keppt verður í Texas scramble og verða fjórir saman í liði. Eftir mat kemur svo Eyjólfur Kristjánsson og spilar nokkur lög til að hita uppí mannskapnum fyrir komandi átök. Keilisfólk fjölmennum á þennan skemmtilega viðburð og skemmtum okkur saman í lok vertíðar. Skráning fer fram í síma 5653360 og á netfanginu keilir@keilir.is. Athugið einungis eru 90 sæti í boði og uppselt hefur verið síðustu 3 ár.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla