01/02/2024

Baldur sjúkraþjálfari með greiningu

Baldur sjúkraþjálfari með greiningu

Um helgina mætti Baldur Gunnbjörnsson sjúkrarþjálfari sem er í heilsuteymi Keilis og var með verklegan fyrirlestur í hæfileikamótun Keilis.

Hann fjallaði um hvað ungir og efnilegir kylfingar eiga að hafa í huga varðandi líkama sinn og þjálfun fyrir golfið. Hann fór yfir upphitunarrútínur sem er gott fyrir þau að tileinka sér. Einnig var markmiðið að fá þau til að gera krefjandi æfingar til að afhjúpa helstu veikleika hjá hverjum og einum.

Skipt var í fjóra hópa þar sem hver hópur var í klst. við að gera ýmsar líkamsæfingar og reynt á jafnvægi og styrk.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis