14/10/2020

Björgvin Sigurbergsson lætur af störfum hjá Golfklúbbnum Keili

Björgvin Sigurbergsson lætur af störfum hjá Golfklúbbnum Keili

Björgvin Sigurbergsson sem hefur starfað sem yfirþjálfari hjá golfklúbbnum Keili síðastliðin þrjú ár og þar á undan sem Íþróttastjóri Keilis hefur ákveðið að snúa sér að öðrum störfum.

Undir handleiðslu Björgvins hafa kylfingar í Keili komist í fremstu röð og unnið til fjölmargra Íslands-, stiga- og bikarmeistaratitla í golfi. Hann hefur einnig unnið náið með landsliðsþjálfurum og aðstoðað kylfinga við að ná markmiðum sínum á mótaröðum atvinnumanna.

Stjórn og starfsmenn Keilis þakka Björgvini samstarfið í gegnum árin og vel unnin störf og óska honum velfarnaðar á nýjum vettfangi.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag