29/05/2013

Brautarholt opið fyrir Keilisfélaga

Brautarholt opið fyrir Keilisfélaga

Næstkomandi fimmtudag og föstudag eftir hádegi verða haldin boðsmót á Keilisvellinum. Samkomulag hefur náðst við glæsilegan nýjan Brautarholtsvöll um aðgang að þeim velli þessa daga. Þetta er tilvalin ástæða til að leika einn glæsilegasta golfvöll landsins frítt. Rástímar eru bókaðir á golf.is, en við vekjum athygli á að sökum þess að Brautarholtsvöllur er 9 holu völlur verða menn að bóka tvo hringi ef menn ætla að fara 18 holur (síðan nota menn tannhjólaregluna ef tímarammi hliðrast eitthvað). Opnað verður fyrir skráningar þremur dögum fyrir dagana.

Einnig bendum við á hina átta vinavelli Keilis, smellið á tekstan til að fá meiri upplýsingar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum