28/04/2021

Brynja opnar veitingasöluna, brunch um helgina

Brynja opnar veitingasöluna, brunch um helgina

Þá er kominn sá tími að Brynja er að opna veitingasöluna, til að byrja með verður opið eftir veðri og almennum áhuga þangað til vellirnir opna formlega 9. maí n.k. Um næstu helgi ætlar Brynja að vera með sérstakann brunch matseðil og hvetjum við félagsmenn að kíkja við og taka stöðuna.

Unnið hefur verið að umbótum á hljóðvist í golfskálanum. Búið er að setja nýtt dúkaloft í salinn sem gerir hljóðvist mun betri. Allt bergmál er á bak og burt og verður því mun huggulegra að sitja í salnum, njóta veitinga og spjalla saman. Við viljum þakka Clipso á Íslandi kærlega fyrir aðstoðina við að koma í veg fyrir bergmál og önnur óþægindi sem voru í salnum í miklu fjölmenni.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði