22/11/2013

Eru æfingar hjá þér markvissar?

Eru æfingar hjá þér markvissar?

Viltu mæta reglulega á golfæfingar undir handleiðslu kennara? Keilir ætlar að bjóða aftur uppá reglulegar golfæfingar í vetur fyrir Keilisfélaga. Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar yfir veturinn og þar með betri undirbúning fyrir golftímabilið næsta sumar. Alls eru þetta 15 tímar og kosta einungis 25,000 krónur. Kennarar eru Ingi Rúnar Gíslason og Björn K Björnsson. Í boði verða námskeið á mánudögum og fimmtudögum. Skráning fer fram í Hraunkoti á netfanginu hraunkot@keilir.is eða í síma 5653361

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði