02/08/2012

Feðgar fara holu í höggi sitthvorn daginn

Feðgar fara holu í höggi sitthvorn daginn

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað að feðgarnir Gunnar Þór Halldórsson og Baldur Mikael Gunnarsson fóru holu í höggi sitthvorn daginn eða dagana 25 og 26 júlí. Baldur Mikael sem er 13 ára gamall var við leik á Flúðarvelli og sló með 9 járni á 9. braut vallarins. Var mikill fögnuður á heimilinu, enn eitthvað hefur þetta ýtt við húsbóndanum Gunnar Þór sem gerði það sama daginn eftir er hann lék Húsatóftarvöll í Grindavík. Þar á 7. holu notaðist hann við 52 gráðu fleygjárn og setti beint í holu. Keilissíðan óskar þeim feðgum til hamingju með árangurinn og óskar þeim áframhaldandi góðs gengis á golfvellinum í sumar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær