02/08/2012

Feðgar fara holu í höggi sitthvorn daginn

Feðgar fara holu í höggi sitthvorn daginn

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað að feðgarnir Gunnar Þór Halldórsson og Baldur Mikael Gunnarsson fóru holu í höggi sitthvorn daginn eða dagana 25 og 26 júlí. Baldur Mikael sem er 13 ára gamall var við leik á Flúðarvelli og sló með 9 járni á 9. braut vallarins. Var mikill fögnuður á heimilinu, enn eitthvað hefur þetta ýtt við húsbóndanum Gunnar Þór sem gerði það sama daginn eftir er hann lék Húsatóftarvöll í Grindavík. Þar á 7. holu notaðist hann við 52 gráðu fleygjárn og setti beint í holu. Keilissíðan óskar þeim feðgum til hamingju með árangurinn og óskar þeim áframhaldandi góðs gengis á golfvellinum í sumar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum