18/12/2025

Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur

Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur

Eitt það allra skemmtilegasta við hinn árlega aðalfund klúbbsins er að heiðra okkar flotta íþrótta- og afreksfólk. Veittar eru viðurkenningar fyrir árangur, framfarir, háttvísi og þrautseigju. Ljóst er að fólkið okkar er harðduglegt og öllum klúbbmeðlimum til fyrirmyndar og sóma.
Keilir óskar þessum flottu kylfingum til hamingju!

Bjartasta vonin:

Þessi kylfingur var nýlega valinn í landsliðshóp annað árið í röð, sigraði þrjú mót í sínum flokki á unglingamótaröðinni.
Þá spilaði hann fyrir Íslands hönd á European Young Masters og sigraði Meistaramót Keilis í sínum flokki með 23 höggum

Bjartasta von Keilis 2025 er: Máni Freyr Vigfússon

Framfarabikar karla

Þessi kylfingur var hluti af piltasveit Keilis sem vann Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri
Hann lækkaði forgjöfina sína úr 5,3 í 2,9 og náði sínum fyrsta verðlaunapalli á Unglingamótaröðinni.
Hann var gríðarlega duglegur að mæta á æfingar og var með hæsta mætingarhlutfall karla á aukaæfingar Keilis

Framfarabikar karla 2025 hlýtur: Viktor Tumi Valdimarsson

Framfarabikar kvenna

Þessi kylfingur sigraði undankeppni Íslandsmótsins.
Lækkaði forgjöfina sína úr 7,5 í 3,3 á árinu og náði í fyrsta sinn á verðlaunapall á unglingamótaröðinni og í alþjóðlegu móti.
Hún var með besta mætingarhlutfall kvenna á aukaæfingar Keilis

Framfarabikar kvenna 2025 hlýtur: Sigurást Júlía Arnarsdóttir

Háttvísisbikarinn 2025

Þessi kylfingur var hluti af piltasveit Keilis sem vann Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri.
Hann hefur sýnt einstakt frumkvæði og leiðtogahæfni í þjálfun barna á æfingum og sumarnámskeiðum.
Hann vann yfir 100 tíma í sjálfboðavinnu í Meistaramótinu og Íslandsmótinu og endurspeglar gildi klúbbsins í framkomu á æfingum, keppni og er frábær fyrirmynd.

Háttvísisbikar Keilis 2025 hlýtur: Víkingur Óli Eyjólfsson

Þrautseigjuverðlaunin 2025

Þessi kylfingur er iðullega með efstu kylfingum á lista yfir flesta hringi spilaða ár hvert.
Hann er 93 ára og enn með 26 í forgjöf sem verður nú að teljast ágætt.
Sentilmaður og Keilismaður í húð og hár, með meðlimanúmerið 4, sem segir allt sem þarf um þennan Keilisfélaga til fjölda ára.

Þrautseigjuverðlaun Keilis 2025 hlýtur: Henning Á. Bjarnason

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Skötuveisla Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Jólahlaðborð Keilis 2025