20/06/2017

Frábær golfhringur hjá Gísla.

Frábær golfhringur hjá Gísla.

Þrír kylfingar frá Keili eru að leika á opna breska áhugamannamótinu í Kent á Englandi.

Það eru þeir Henning Darri Þórðarson, Rúnar Arnórsson og Gísli Sveinbergsson.

Leiknar eru 36 holu höggeikur á tveimur völlum og komast síðan 64 þeir bestu áfram í holukeppni. 288 af bestu áhugakylfingum í heiminum  eru skráðir til leiks.

Gísli gerði sér lítið fyrir og setti nýtt glæsilegt vallarmet á Prince vellinum og lék á 64 höggum eða átta höggum undir pari. Frábær árangur hjá Gísla sem lék best allra í mótinu í gær.

Henning Darri lék á Royal St. Georges og lék á 71 höggi og Rúnar lék Prince völlinn á 77.

Gaman verður að fylgjast með þeim félögum næstu daga.

Hægt er að fylgjast með hér

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Skötuveisla Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Jólahlaðborð Keilis 2025