12/06/2019

Framkvæmdir að hefjast við 16. holu.

Framkvæmdir að hefjast við 16. holu.

Frá og með morgundeginum breytist 16. holan þannig að leikið verður uppá gömlu 16. flötina (gamla par 3 holan). Vallarstarfsmenn hafa verið að slá brautina fyrir ofan og koma glompum í leik aftur. VIð höfum fyllt í glompurnar þannig að mun auðveldara verður að leika uppúr þeim. Flötin er komin í sama stand og aðrar flatir á vellinu og vonandi verður þetta bara skemmtileg tilbreyting á vellinum.

Jarðvinna er áætluð að taki um 3-4 vikur og ræktunartími um 11-13 mánuði. Að sjálfsögðu verður brautin öll sléttuð og gerð fín þannig að við losnum við þessa leiðinlegu hóla sem hafa verið á seinni parti brautarinnar. Fyrri parturinn var sléttaður fyrir um 10 árum síðan.

Á mynd má sjá betur hvernig brautin verður leikin og áætlun á útliti á flöt og umhverfi.

Keilir vinnuteikningar af 16. holu

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025