10/09/2013

Fyrirtækjakeppni Keilis 2013

Fyrirtækjakeppni Keilis 2013

Þá er komið að Fyrirtækjakeppni Keilis 2013, þetta mót á sér langa sögu í starfi Keilis og hefur jafnan verið eitt vinsælasta mót ársins. Verðlaunin eru glæsileg sem fyrr, utanlandsferðir í verðlaun í 5 efstu sætunum ásamt flugferðir í boði fyrir að vera næstur holu á tveimur par 3 holum. Keppt verður í betri bolta þar sem hámarksforgjöf er gefin 18. Innifalið í mótsgjaldi er svo glæsileg máltíð hjá Brynju ásamt einum svell köldum eftir góðan hring á frábærum golfvelli. Skráning fer fram á golf.is eða á netfanginu budin@keilir.is. Sjáumst öll á Keilisvellinum á næstkomandi laugardag.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum