24/08/2013

Gengur vel hjá öldungasveitunum á Akureyri

Gengur vel hjá öldungasveitunum á Akureyri

Golfklúbburinn Keilir er með bæði karla og kvennasveitirnar að spila á Akureyri í sveitakeppni GSÍ og er óhætt að segja að vel gangi hjá okkar fólki. Báðar sveitirnar eru búnar að vinna sína leiki og spila til úrslita á morgun Sunnudag. Bæði karla og kvennasveitin munu mæta Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitum. Vonandi verður Sunnudagurinn okkar dagur og skili okkur titli í bæði karla og kvennaflokki. Við sendum baráttukveðjur til Akureyrar til okkar fólks. Sveitirnar eru skipaðar þannig.

Karlasveitin:
Sigurður Aðalsteinsson
Hafþór Kristjánsson
Jóhannes Pálmi Hinriksson
Magnús Hjörleifsson
Axel Þórir Alfreðsson
Kristján V Kristjánsson
Guðjón Sveinsson
Guðmundur Á Guðmundsson
Liðsstjóri Sveinn Jónsson

Kvennasveitin:
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Kristín Sigurbergsdóttir
Margrét Berg Theódórsdóttir
Sigrún M. Ragnarsdóttir
Liðsstjórar Anna Snædís og Þórdís Geirsdóttir

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis