01/05/2017

Gísli Sveinbergsson sigurvegari í USA

Gísli Sveinbergsson sigurvegari í USA

Gísli Sveinbergsson sigraði á MAC mens meistaramótinu sem haldið var á Virtues golfvellinum í Nashport í Ohio í gærkvöldi.

Gísli lék á 68, 70, 71 og 71 höggi eða á átta höggum undir pari og sigraði með tveggja högga mun. Gísli hefur verið að leika golf mjög vel í allan vetur.

Kent state skólinn sem er einn af betri golfliðum í Bandaríkjunum sigraði með 25 högga mun í keppni níu háskólaliða.

Golfklúbburinn Keilir vill óska Gísla og fjölskyldu hans innilega til hamingju með sigurinn.

Næsta mót hjá Gísla og félögum er 15.-17. maí þegar þeir keppa á svæðismóti.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær