17/08/2013

GK í undanúrslit

GK í undanúrslit

Í gær hófst sveitakeppni GSÍ í karla og kvennaflokki. Karlarnir spila á heimavelli en konurnar eru við leik á Hólmsvelli. Kvennasveitin okkar er búinn að sigra alla sína leiki  nokkuð sannfærandi og vann riðillinn. Kvennasveitin mætir Nesklúbbnum í undanúrslitum í dag um sæti í úrslitaleiknum. Þórdís Geirsdóttir gerði sér lítið fyrir í gær og fór holu í höggi á Bergvíkinni og óskum við henni til hamingju með það. Karlasveitinn vann sína leiki í gær en tapaði í morgun gegn GKG og endaði í 2. sæti í riðlinum og mætir því GR í dag um sæti í úrslitaleiknum. Við hvetjum sem flesta að koma á Hvaleyrina og hjálpa til við að landa sigri í dag. Veðrið hefur verið mjög gott en var sérstaklega falllegt í morgun að líta. Núna er er aðeins farið að blása en það þekkjum við vel hér á Hvaleyrinni og mun bara hjálpa okkur. Einnig viljum við benda fólki að fara á Hólmsvöll og styðja Kvennasveitina okkar sem hefur alla burði til að fara alla leið þetta árið. Áfram KEILIR.


Þórdís fór holu í höggi í gær

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin