GKG styrkir sveitir Keilis á EM með þáttöku í mánaðarmótinu

2014-09-18T10:58:00+00:0018.09.2014|

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu GKG:

Keilir náði þeim frábæra árangri nú í ár að vinna tvöfalt í sveitakeppnum karla og kvenna. Keilir mun því senda sveitir á EM karla annars vegar og EM kvenna hins vegar á næsta ári. Keilis menn settu upp stórskemmtilegt styrktar mót sem felst í því að einstaklingar geta spilað eins marga hringi og þeir vilja til 10. október og gildir besti hringurinn sem spilaður er í mótinu (sjá nánar með að smella hér). Ekki er vanþörf á að leita leiða til að sækja aura því heildarkostnaður klúbba við að senda lið á EM liggur í kringum 1,3 milljónir. Kostnaður Keilis verður því um kr. 2,6 milljónnir. Við hjá GKG tókum okkur til og mættum í mótið og styrktum hvora sveit um sig um  kr. 15.000,- eða samtals kr. 30.000,-. Skorum við á aðra golfklúbba að gera slíkt hið sama og gætum við með þeim hætti skapað skemmtilega hefð í framhaldi af sveitakeppninni og létt örlítið undir í leiðinni með þeim klúbbi sem sigrar það árið … ekki veitir af.

Á myndinni eru þeir Óli Þór framkvæmdastjóri Keilis, Guðmundur Oddsson formaður GKG og Gunnar Páll stjórnarmaður GKG.

Go to Top