14/01/2014

Glæsilegt tilboð hjá Hraunkoti

Glæsilegt tilboð hjá Hraunkoti

Núna er tíminn til að slá í gegn með Hraunkoti golfæfingasvæði. Í dag hófst glæsilegt tilboð á Platínukorti hjá Hraunkoti. Hraunkot mun bjóða til 15. febrúar Platínukort á verði Gullkorts. Fyrir einungis 4.950 kr fást því 1134 boltar eða sama boltamagn og er á Platínukorti. Kúlan er þá að kosta 4,3 kr en venjulegt verð er 8,66 kr kúlan. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla kylfinga til að koma sveiflunni í gott stand fyrir sumarið. Í guðanna bænum ekki klikka á þessu glæsilega tilboði hjá Hraunkoti.

Vetraropnunartími Hraunkots :
(byrjar 1. október)
Æfingaskýlin eru opin frá kl.10:00 en afgreiðslan og inniaðstaðan er opin samkvæmt eftirfarandi upplýsingum.

Mánudaga til fimmtudags 12:00-22:00
Föstudaga 12:00-19:00
Laugardaga 10:00-19:00
Sunnudaga 10:00-20:00

Minnum á ef kylfingar eru ekki með boltakort í Hraunkot, þá má nota allar myntir og seðla til að kaupa bolta í boltavélunum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin