24/07/2016

Glæsilegu Íslandsmóti lokið.

Glæsilegu Íslandsmóti lokið.

Nú rétt í þessu var glæsilegu Íslandsmóti í höggleik að ljúka. Ólafía Þórunn sigraði með glæsibrag og flotta spilamennsku alla dagana í kvennaflokki.  Valdís Þóra endaði í 2. sæti og Guðrun Brá tryggði sér 3. sætið. Birgir Leifur gerði vel í dag og kláraði mótið á -8 í heildina og dugði það til sigurs. Í öðru sæti eftir bráðabana við Bjarka Péturs  varð síðan Axel Bóasson. Axel og Bjarki enduðu höggi á eftir sigurvegaranum Birgi Leifi Hafþórssyni. Golfklúbburinn Keilir óskar sigurvegurunum í Íslandsmótinu í höggleik til hamingju með glæsta sigra. Golfklúbbur Akureyrar á svo sannarlega hrós skilið fyrir flott mót með frábæri umgjörð. Golfklúbburinn Keilir átti 21 þáttakanda í mótinu í ár  og voru allir okkar kylfingar okkur til mikils sóma og stóðu sig vel. Nú er bara að bíða eftir næsta móti árið 2017 sem verður haldið á afmælisári Keilis á Hvaleyrarvelli.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis