01/09/2014

Goða mótið á Akureyri

Goða mótið á Akureyri

Í gær lauk Goða mótinu á Akureyri en það var lokamótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar.

Í kvennaflokki hafði Keiliskonan Tinna Jóhannsdóttir betur gegn Kareni Guðnadóttur en þær voru jafnar eftir 36 holur á laugadeginum á 8 yfir pari. Tinna spilaði á 77 í gær og tryggði sér sigur á lokamótinu. Sara Margrét Hinriksdóttir endaði einnig í 3. sæti sem er hennar besti árangur á Eimskipsmótaröðinni.

Í karlaflokki hafði Kristján Þór betur gegn Gísla en Gísli leiddi eftir 36 holur á -1. Kristján spilaði hinsvegar fjóra undir á sunnudeginum við erfiðar aðstæður og endaði -3 á meðan Gísli endaði hringina þrjá á parinu. Bjarki Pétursson endaði í 3. sæti en Björgvin Sigurbergsson endaði í 4. sæti 7 yfir pari.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025