20/12/2018

Guðrún Brá á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.

Guðrún Brá á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.

Í dag lauk Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur í Keili leik á lokaúrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðinu sem fram fór í Marokkó.  Hún komst í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir fjóra hringi með því að leika á 73-72-72-73.

Í dag var leikinn fimmti og síðasti hringurinn og lék Guðrún Brá á 73 höggum og endaði á plús þremur í heildina og varð jöfn í 52. sæti.

Alls léku 115 kylfingar um 25 sæti á evrópsku mótaröðinni. Guðrún hefði þurft að leika á þremur undir pari í heildina  til að fá réttinn til að keppa á bestu golfmótaröð kvenna í Evrópu.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum