11/03/2016

Guðrún Brá að leika vel í USA

Guðrún Brá að leika vel í USA

Í vikunni var Guðrún Brá að leika með skólaliðinu sínu  á móti sem heitir Fresno State Classic. Leikið var á San Joaquin vellinum sem er par 72. Guðrún Brá lék á 68 og 71 eða á fimm höggum undir pari vallarins og endaði í 2. sæti í einstaklingskeppninni af 82 keppendum. Skólalið Fresno State sigraði í keppninni með þó nokkrum mun.

Aldrei í sögu skólans hefur kylfingur í skólanum leikið 36 holur á færri höggum en Guðrún Brá. Fyrir vikið var hún valin íþróttamaður vikunnar í skólanum sínum eftir frábæra frammstöðu.

Næsta mót Guðrúnar er Dr. Donnis Thompson Invitational sem haldið verður 22.-23. mars á Honululu á Hawaí.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní