30/07/2018

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson eru Íslandsmeistarar í höggleik 2018.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson eru Íslandsmeistarar í höggleik 2018.

Keilisfólkið Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson fögnuðu í dag sigri á Íslandsmótinu í höggleik sem fram á Vestmannaeyjavelli dagana 26.-29. júlí.
 
Guðrún Brá lék á 8 höggum yfir pari og Axel á 12 höggum undir pari. Þetta var fyrsti titill Guðrúnar en sá þriðji í röðinni hjá Axel.
 
Helga Kristín Einarsdóttir, Keili varð í 3. sæti.
 
Keilir óskar Guðrúnu Brá, Axel og Helgu og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.
 
Alls tóku 20 kylfingar frá Keili þátt í Íslandsmótinu að þessu sinni. 
Næstu verkefni hjá Keiliskylfingum eru Íslandsmót í liðakeppni 8.-10. ágúst þar sem kvennaliðið leikur á Hvaleyrarvelli og karlaliðið á Akranesi.
Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum