22/05/2012

Guðrún Brá endaði í 9. sæti

Guðrún Brá endaði í 9. sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék lokahringinn á 80 höggum á Opna írska U-18 stúlknamótinu á Roganstown golfvellinum í dag og hafnaði í 9. sæti á mótinu á 229 höggum.

Hún byrjaði vel á þessu móti, lék fyrsta hringinn á 73 höggum og var í 2. sæti. Á seinni hring dagsins í gær kom hún inn á 76 höggum og seig niður í 4. sæti og hringurinn í dag því nokkur vonbrigði, því hún átti góða möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna.

Anna Sólveig Snorradóttir lék á 81 höggi og lauk keppni á 249 höggum og Saga Ísafold Arnarsdóttir spilaði á 88 í dag og samtals á 253 höggum.
Leona Maguire frá Írlandi sigraði á mótinu á 215 höggum og er þetta í fyrsta skipti sem heimastúlka nær sigri á mótinu.

Lokastaðan

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag