09/08/2020

Guðrún Brá er Íslandsmeistari í golfi

Guðrún Brá er Íslandsmeistari í golfi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var rétt í þessu að verða Íslandsmeistari kvenna þriðja árið í röð. Hún sigraði í umspili við Ragnhildi Kristinsdóttur GR. Leikið var á Hlíðarvelli Golfklúbbsins í Mosfellsbæ.

Guðrún Brá líkt og Ragnhildur léku 72 holur á einu höggi yfir pari vallarins. Guðrún lék jafnt og gott golf alla dagana 71-72-72-74.

Í umspilinu voru brautir nr. 10, 11 og 18 leiknar. Guðrún Brá hafði betur með því að leika á einu höggi yfir pari í umspilinu á meðan Ragnhildur var á verra skori.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í 3. sæti og lék á fjórum höggum yfir pari.

Golfklúbburinn Keilir óskar Guðrúnu Brá og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með árangurinn.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag