12/08/2019

Guðrún Brá Íslandsmeistari í golfi 2019

Guðrún Brá Íslandsmeistari í golfi 2019

Íslandsmótið í golfi var haldið á Grafarholtsvelli  í ár. Mótið fór fram dagana 8-11 ágúst. Alls tóku 19 kylfingar frá Keili þátt í mótinu.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokki og náði því að verja titilinn. Hún lék á 281 höggi eða á 3 undir pari.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, fagnaði sigri í karlaflokki og Rúnar Arnósson, Keili, varð í 2.-4. sæti.

Keilir óskar Guðrúnu Brá innilega til hamingju með frábæran árangur.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag