25/06/2017

Guðrún Brá Íslandsmeistari í holukeppni í golfi 2017

Guðrún Brá Íslandsmeistari í holukeppni í golfi 2017

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er Íslandsmeistari í holukeppni í golfi. Mótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina.

Það voru fjórir kylfingar frá Keili sem að komust í undanúrslitin. Það voru þær Hafdís Jóhannsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Leiknar voru 26 holur í úrslitaviðureignunum og sigraði Guðrún hana Helgu Kristínu 3-2.

Í leik um þriðja sætið vann Anna Sólveig stöllu sína hana Hafdísi 5-4.

Golfklúbburinn Keilir óskar stelpunum til hamingju með árangurinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum