27/04/2014

Guðrún með sinn fyrsta sigur

Guðrún með sinn fyrsta sigur

Guðrún Brá vann sinn fyrsta sigur í Háskólagolfinu í gær. Hún var búin að leiða mótið frá fyrsta degi en spilaði á 76 í gær sem dugði henni, en lokaspretturinn var æsispennandi. Dana Finkelstein frá Háskólanum í Las Vegas dugði par á seinustu til að jafna við Guðrúnu en hún setti boltann sinn í vatn við grínið og var því Guðrún krýndur sigurvegari á þessu sterka móti. Við óskum henni innilega til hamingju og það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður hjá þessum golfsnillingi okkar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum