Glöggir kylfingar hafa tekið eftir því að við fjárfestum í 5 nýjum „handsláttuvélum“ til að slá flatirnar.  Vélarnar eru af gerðinni Jacobsen Eclipse 2 122F, en það eru Hybrid, eða blendings vélar.  Mótorinn er eingöngu til þess að snúa rafal sem býr til rafmagn.  Rafmagn knýr vélarnar áfram af mikillri nákvæmni og stillir saman snúning valsins og keyrslu áfram eftir fyrirfram ákveðnum stillingum.   Vélarnar leysa af hólmi eina af ásetuvélum klúbbsins sem var komin til ára sinna.

Mörgum hefur þótt þetta vera skref til fortíðar að láta starfsmenn ganga á eftir sláttuvélunum í stað þess að sitja á þrefaldri ásetuvél.  En það hlítur að vera góð ástæða fyrir því að á nánast öllum golfvöllum sem við sjáum í sjónvarpi þá eru flatirnar slegnar með handsláttuvélum.

Ástæðan er einföld, handvélar gefa af sér hraðari flatir í sömu stillingu og ásetuvélar.  Munurinn hefur minnkað á milli ásetuvéla og handvéla undanfarin ár, en gallinn við ásetuvélarnar eru alltaf dekkin.  Handvélar eru með drifkefli beint fyrir aftan sláttukeflið sem valtar létt eftir sláttinn.  Þannig fæst betra og jafnara rennsli.  Einnig er bara eitt sláttukefli en ekki þrjú.  Það er erfitt að still þrjú kefli nákvæmlega eins.

Þetta eru þó ekki eina ástæðan fyrir kaupunum.  Það eru margir aðrir kostir við handvélar.

Handvélar gefa okkur meira öryggi þegar vélar bila.  Þó við missum út tvær vélar, þá getum við enn slegið flatir hraðar en kylfingar leika golf, sem er mjög mikilvægt.  Þegar við höfum misst út eina þrefalda vél þá hafa afköstin dregist of mikið saman.

Vélarnar eru einfaldari en ásetuvélar að öllu leiti og endast því lengur og eru ódýrari í viðgerðum.

Það er auðveldara fyrir okkur að sérsníða sláttur fyrir sérhverja flöt með handvélunum, þar sem að það tekur ekki langan tíma að breyta um sláttuhæð.  Ef þetta væri gert á þrefeldri vél, þá tæki hreinlega of langan tíma að slá.

Með því að láta starsmenn sem slá faltir einnig sjá um að færa á teigum, fylla sand í kylfuför, tæma rusl, hreinsa upp brotin tí, bæta vatni á kúluþvottavélar, raka bönkera og slá flatir, þá notum við jafn marga starfsmenn og ef við værum með eina ásetuvél, einn starfsmann að færa á teigum og skipta um rusl, og 2-3 starfsmenn að raka bönkera.  Þetta gerist líka hraðar þegar handvélarnar eru notaðar, þar sem að flutningssparnaður á milli svæða á sér stað (hugið ykkur muninn á því að keyra hring um völlinn með stoppi á öllum flötum, miðað við að keyra bara á milli fjagra flata)

Reynslan af vélunum hingaðtil hefur verið mjög góð.  Við erum að slá flatir í 4,25 mm í dag, en vorum í 3,8 mm í fyrra en rennslið er það sama.  Hærri slátturhæðir eru betri fyrir grasið.  Starfsmenn eru einnig allir að komast í sitt besta form sem hlítur líka að teljast jákvætt.

Kv. Bjarni Þór

Vallastjóri