29/07/2016

Henning Darri sigrar á Akureyri

Henning Darri sigrar á Akureyri

Henning Darri gerði sér lítið fyrir og sigraði Global Junior Golf mótið sem haldið var á Jaðarsvelli á Akureyri. Henning Darri spilaði á 70 höggum eða einn undir í dag. Hrikalega flott spilamennska hjá pilti alla dagana 69-69-70 eða -5 undir í heildina. Vikar Jónsson spilaði á 78-73-72 og endaði í 3-6 sæti og einnig Andri Páll Ásgeirsson 76-70-77. Daníel Ísak Steinarsson 75-84-76 og Birgir Björn Magnússon 76-80-79 enduðu í 16-21. sæti í mótinu. Fyrir sigurinn fær Henning  þátttökurétt á gríðarsterku móti í Bandaríkjunum í vetur þegar lokamótið á Global Junior Golf mótaröðinni fer fram. Mótið heitir Greg Norman Academy Junior Invitational. Við óskum Henning Darra til hamingju með sigurinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær