Marga dreymir um að fara holu í höggi og ekki vera ef það er á lokadegi í Meistaramóti. Margir í golfskálanum sáu Sigurþór Jónsson nota 6. járn á 10. braut núna síðdegis og fara holu í höggi. Mikill fagnaðlæti brutust út á teignum undir lófaklappi frá golfskálanum. Sigurþór eða Sissó eins og hann er yfirleitt kallaður var smástund að ná áttum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær holu í höggi. Við óskum Sissó til hamingju með höggið og eins hann sagði sjálfur þá er guð góður. Við náðum að sjálfsögðu myndum af þessu afreki hans og leyfum myndunum að tala sínu máli.

IMG_1428IMG_1429IMG_1430IMG_1431IMG_1434IMG_1435