06/07/2012

Hörkukeppni í Meistaraflokkunum

Hörkukeppni í Meistaraflokkunum

Enn halda meistarflokkar karla og kvenna að spila frábært golf. Signý Arnórsdóttir var á 69 höggum í dag og minnkaði munin á henni og Tinnu niður í tvö högg, Tinna er á 214 höggum og Signý á 216. Rúnar sem er einsog flestir Keilismenn vita bróðir Signýjar, hélt uppteknum hætti og spilaði frábært golf í dag og var á 67 höggum, Axel Bóasson endaði á 68 höggum. Leiðir Rúnar því flokkinn nú með 5 höggum fyrir lokahringinn. Enn daginn átti hinn ungi 15 ára snáði Gísli Sveinbergsson sem lék á 67 höggum af öftustu teigum og spilaði sig inní þriðja sætið og lokahollið fyrir morgundaginn. Síðasti ráshópur hjá körlum verður út á morgunn klukkan 16:50 og verður spennandi að fylgjast með þessum ungu og efnilegu-góðu kylfingum spreyta sig. Fólk er hvatt til að fjölmenna og fylgjast með heimsklassa golfi á Hvaleyrinni á morgun.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis