17/05/2015

Hreinsunarmót

Hreinsunarmót

Frábær mæting var á Hreinsunarmótið sem haldið var á laugardaginn. Má segja að veðrið hafi leikið við okkur á þessum degi. Einsog vanalega tóku félagar vel til hendinni. Golfskálinn var þrifinn hátt og lágt, beðinn í kringum skálann hreinsuð og rusl tínt upp af vellinum. Einnig mættu dómarar klúbbsins og fóru yfir golfvöllinn fyrir komandi sumar. Sveinn í Fjarðarkaupum sá svo um grillið einsog vant er. Eftir hádegi fóru allir í golf og leiknar voru 18 holur. Við minnum á nýtt mætingarkerfi á golfvellina okkar. Félagsskírteinin eru tilbúin á skrifstofu og eru til afhendingar alla helgina. Stjórn og starfsfólk þakkar öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum öllum góðs gengis á golfvellinum í sumar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025