30/04/2014

Hreinsunarmót Keilis 2014

Hreinsunarmót Keilis 2014

Þá er það ákveðið, vinsæla Hreinsunarmótið verður haldið 4. maí n.k. Mæting er fyrir þá sem vilja taka til hendinni klukkan 09:00, skráning fer fram á golf.is . Við tökum á því til 12:30, grillum síðan, svo allir ræstir út klukkan 14:00. Við hvetjum fólk til að klæða sig eftir veðri. Einnig taka með sér vinnuvettlinga.

Verkefnin verða fjölmörg og nóg fyrir alla að gera. Golfvöllurinn verður síðan opinn fyrir rástímapantanir Mánudaginn 5. maí. Keilisfélagar geta byrjað að bóka sig á rástíma á laugardagskvöldið klukkan 20:00. Fyrsti koma fyrstir fá….

Þá er bara að vona að veðrið verði okkur hliðhollt í sumar og eigum öll eftir að lækka forgjöfina okkar.

Njótið sumarsins.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi