28/05/2018

Innanfélagsmót og undakeppni í Bikarnum 2018

Innanfélagsmót og undakeppni í Bikarnum 2018

Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda Innanfélagsmót hér á Hvaleyrarvelli er þetta fyrsta og eina innanfélagsmótið sem verður haldið í sumar. Mótið mun einnig verða undankeppni í Bikarnum en 16 efstu í punktakeppninni leika síðan holukeppni í sumar um titilinn Bikarmeistari Keilis 2018. Í holukeppninni verður tekið 3/4 af mismuni grunnforgjafar til að ákveða mun á milli forgjafar í holukeppninni einsog tíðkast hefur síðustu ár. Kylfingar fá svo 2-3 vikur til að ljúka hverjum leik og ættu úrslit að ráðast seinna í sumar. Glæsileg verðlaun eru og í boði á miðvikudag og má sjá betur á auglýsingunni með fréttinni.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis