01/11/2017

Jólagjöf golfarans fæst hjá okkur

Jólagjöf golfarans fæst hjá okkur

Það eru allir að leita að réttri jólagjöf handa golfaranum, af hverju ekki að færa honum aðgang að bestu golfvöllum heimsins í formi gjafabréfs í golfhermana okkar.

Ferlið er einfalt, kemur við hjá okkur í afgreiðslu Hraunkots. Segir okkur hvað gjafabréfið á að vera hátt og við útbúum það á örskotsstundu. Gjafabréfin eru afhent í sérstökum gjafaumbúðum.

Opnunartimi afgreiðslu Hraunkots er:

Mánudaga til fimmtudags 15:00-22:00
Föstudaga 15:00-19:00
Laugardaga 10:00-19:00
Sunnudaga 10:00-20:00

Verðskráin í Golfhermana okkar er tvískipt
Frá klukkan 12:00-16:00 virka daga 3000 krónur klst.
Eftir klukkan 16:00 og um helgar 4000 krónur klst.

Það er einnig hægt að gefa klippikort og spara þannig 10-30% á hvern tíma, kortin innihalda 12-18 eða 24 hálftíma skipti í golfhermana.

12*30 min kostar 22.800 3.800 klst
18*30 min kostar 31.500 3.500 klst
24*30 min kostar 36.000 3.000 klst

Á ódýrari tímanum eða fyrir klukkan 16:00 virka daga verða einungis seld 18 skipta kort á 25.200 eða 2.800 krónur tíminn.

Tilvalið fyrir spilahópa sem vilja eiga sinn fasta tíma í golfhermunum, hægt er að panta fastan tíma í allan vetur í síma 5653361.

4 kylfingar eiga að taka um 3 tíma að leika 18 holur. Neðar hér á síðunni má sjá þá golfvelli sem í boði eru.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast