22/06/2013

Jónsmessan 2013

Jónsmessan 2013

Jónsmessan fór fram í kvöld og var mjög góð þátttaka í mótið. Veðrið skartaði sínu fegursta og hélt keppendum á lífi. Alls tóku 80 manns þátt í messunni og var keppt í texas-scramble. Eftir mótið var boðið uppá glæsilega grillveislu að hætti Brynju. Aðstæður voru ágætar smá vindur en völlurinn í toppstandi að vanda. Sást var til glæsilegrar takta þar á meðal af Davíð í golfbúðinni Keili. Fleiri myndir úr mótinu má sjá á facebooksíðu golfbúð Keilis http://www.facebook.com/Golfverslun  Sigurvegarar kvöldsins voru Kenwood 66 högg, (62högg með forgjöf) sem var skipað af Gísla Arnarsyni og Erni Gíslasyni. Í  öðru sæti var Finnur Sveinsson og Guðrún ösp á 70 höggum, (63 með forgjöf). Í þriðja sæti var Halldór Einarsdóttir og Sveinbjörn Guðmundsson á 72 höggum, ( 64 með forgjöf).

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum