26/06/2017

Jónsmessan 2017

Jónsmessan 2017

Við Keilisfólk héldum uppá jónsmessuna síðastliðið laugardagskvöld og var spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi. Rúmlega 60 manns tóku þátt í gleðinni og skemmtu sér allir einstaklega vel. Að loknu móti var boðið uppá flottan mat frá Brynju og Halli melló hélt uppi stemmingu það sem eftir lifði kvölds. Farið var út með nándarverðlaun á 10. braut og var það Jón Ingi Jóhannesson sem krækti í þau. Low Grade Dogfood sópaði til sín verðlaunum og var með besta skorið með og án forgjafar.
Hér eru svo helstu úrslit mótsins:

1. sæti Low Grade Dogfood
Ólafur Þór Ágústsson-Guðjón Steingrímsson
2. sæti FUBAR
Björn Bergmann Björnsson-Magnús Björn Sveinsson
3. sæti Vefpressan
Ásgeir Aron Ásgeirsson-Garðar Ingi Leifsson

Nándarverðlaun 10. braut
Jón Ingi Jóhannesson skallaði hann næst holu!

Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegt kvöld og Magnús Magnús Magnússon biður alla að æfa taktinn þangað til næst.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar