24/10/2016

Keilir í Evrópukeppni golfklúbba í Portúgal

Keilir í Evrópukeppni golfklúbba í Portúgal

Golfklúbburinn Keilir endaði í 8. sæti á Evrópumóti golfklúbba sem haldið var í Portúgal.

Keilir ávann sér rétt til að keppa á þessu móti eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar golfklúbba sl. sumar.

Liðið skipuðu þeir Vikar Jónasson, Henning Darri Þórðarson og Andri Páll Ásgeirsson. Liðstjóri var Axel Bóasson.

Þeir félagar enduðu á tveimur höggum yfir pari í heildina.

Það var franski golfklúbburinn Golf st. Germain en Laye sem sigraði á samtals fimmtán höggum undir pari.

Tuttugu og fimm golfklúbbar víðsvegar frá Evrópu tóku þátt í Evrópumótinu að þessu sinni.

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis