28/05/2012

Keppnissumarið fer vel af stað

Keppnissumarið fer vel af stað

Um helgina voru 132 keppendur skráðir til leiks á fyrsta móti Eimskipsmótaraðar GSÍ. Þar af 24 frá Keili. Aflýsa þurfti fyrsta hring á föstudegi vegna veðurs. Óhætt er að segja að árangur helgarinnar hafi verið góður, sérstaklega hjá unga fólkinu en hjá körlunum urðu jafnir í 4 sæti Ísak Jasonarson og Einar Haukur Óskarsson. Hjá konununum varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir í 2. sæti og jafnar í 3. til 4. sæti urðu þær Anna Sólveig Snorradóttir og Þórdís Geirsdóttir. Anna, Guðrún og Ísak eru á 17. og 18. ári, þau eru búin að æfa undanfarin ár undir handleiðslu golfkennara Keilis og er sérlega ánægjulegt að sjá hversu vel þau spjara sig meðal eldri og reyndari kylfinga. Annar árangur var jafnframt mjög góður en bæði hjá körlunum og konunum átti Keilir 5 kylfinga í efsstu 10 sætunum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Skötuveisla Keilis 2025