17/09/2012

Keppnistímabil að baki

Keppnistímabil að baki

Lokahóf Golfsambands Íslands fór fram á laugardagskvöld í höfuðstöðvum Eimskipafélags Íslands.

Á hófinu var Anna Sólveig Snorradóttir valin efnilegust kvenna auk þess sem Signý Arnórsdóttir hlaut stigameistara titil kvenna. Stigameistaratitlar klúbbsins voru alls 6 í ár.

Stigameistarar GK í ár eru:

Signý Arnórsdóttir                              kvennaflokkur
Anna Sólveig Snorradóttir               17-18 ára stúlkur
Gísli Sveinbergsson                           15-16 ára drengir
Henning Darri Þórðarsson              14 ára og yngri drengir

Stigameistaratitill klúbba í kvennaflokki

Stigameistaratitill klúbba í unglingaflokki (klúbburinn hefur unnið þennan titil fjögur ár í röð eða frá því að byrjað var að veita þessi verðlaun.)

Gaman er einnig að geta þess að nú eru tvö ár liðin síðan íslenska mótaröðin fór að telja á heimslista áhugamanna.

Keilir á í dag efstu tvo menn á lista karla þ.e. Kristján Þór Einarsson og Axel Bóasson og konur númer 3 og 4 á listanum eða þær Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir.

Listann í heild má sjá hér meðfylgjandi.

wagr 14.september

Við óskum stigameisturum ársins 2012 til hamingju sem og iðkendum öllum

Stjórn Keilis

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin