13/07/2013

Klúbbmeistarar Keilis 2013

Klúbbmeistarar Keilis 2013

 

Í kvöld kláraðist meistaramót Keilis 2013 og klúbbmeistarar eru Birgir Björn Magnússon og Þórdís Geirsdóttir. Birgir Björn spilaði á 291 höggi (72-70-71-78) og Þórdís spilaði á 316 höggum (81-74-82-79). Golfklúbburinn Keilir óskar þeim til hamingju með sigrana. Alls voru um 350 þáttakendur í mótinu þetta árið og gekk mótið einstaklega vel, þrátt fyrir að veðrið hefði getað verið betra. Mikill vindur og rigning settu svip sinn á mótið þetta árið og lítið sást af sólinni. Hvaleyrarvöllur er í frábæru standi og eiga vallarstarfsmenn Keilis heiður skilið fyrir fallegan og snyrtilegan völl. Meiri umfjöllun um mótið mun svo koma inn fljótlega.

 

 

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin