01/02/2017

Kylfingar Keilis í USA

Kylfingar Keilis í USA

Það eru sex kylfingar frá Keili sem taka þátt í háskólagolfinu í USA með skólaliðum sínum. Í ár eru mörg og spennandi mót framundan hjá þeim um öll Bandaríkin.

Háskólagolfið hefst að nýju í febrúar og munum við geta lesið um hvernig krökkunum gengur hér á keilir.is. Einnig verður hægt að fylgjast með mótunum inn á golfstat.com.

Gísli Sveinbergsson leikur með Kent State háskólaliðinu og hefur keppni 27. febrúar. Hann er að læra viðskipti fyrir íþróttir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir leikur með Fresno state háskólaliðinu og hefur einnig leik þann 27. febrúar í Kaliforníu. Hún útskrifast sem hreyfifræðingur í vor.

Rúnar Arnórsson er í háskólanum í Minnesota og er að læra sálfræði. Fyrsta mótið hjá Rúnari er 10. febrúar í Florida.

Gunnhildur Kristjánsdóttir er í Elon skólanum og er fyrsta mótið hjá liðinu hennar á Hawaí þann 26. febrúar. Hún er að læra alþjóðaviðskipti og tölvufræði í sínum skóla.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir hefur leik þann 10. febrúar í Florida. Hún leikur með liði Drake skólans í Iowa. Í skólanum leggur hún stund á stærðfræðinám.

Helga Kristín Einarsdóttir er í háskólanum í Albany í New York. Þar er hún í námi til að læra að verða endurskoðandi. Háskólaliðið hefur keppni um miðjan mars í Florida.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis